|
Niðurtalning
Það styttist í utanför Dýrðarinnar. Já, þetta er að verða að veruleika! Já, Dýrðin er á leið í tónleikaferð til BNA og endar ferðin í Northampton þar sem hún mun spila á Northampton Popfest. Við munum fljúga til Nýju Jórvíkur, spila þar og njóta örlítið lífsins í þessari margrómuðu stórborg. Ætli við verðum ekki í svona þrjá daga þar. Þaðan keyrum við á bílaleigubíl til Boston og reynum að hafa tónleika þar líka. Eins og áður sagði endar förin í Northampton, Nýja Englandi. Við hlökkum mikið til, allavega get ég ekki beðið! Ég ætla að reyna að fá einkatíma hjá rómuðum söngkennara í NY sem heitir David Jones. Heimasíðan hans er www.voiceteacher.com . Hey, það eru komnar myndir frá tónleikunum í Keflavík og á ellefunni. www.mmedia.is/dyrdin/myndir.html En að ekki svo skemmtilegum hlutum. Listinn um hver fékk hvaða hlutverk í töfraflautunni kom upp í gær. Það var sem mig grunaði. Ég er kór/stadistar/dýr. OG ég fékk ekki stjörnu aftan við nafnið mitt sem merkti að maður væri vara fyrir eitthvað hlutverk OG það er ekki einu sinni varasöngvari fyrir dreng 3 (en það eru varasöngvarar fyrir drengi 1 og 2). Jájá, þtli maður láti nú samt ekki sjá sig á æfingum, maður lærir alltaf eitthvað á að vera með. Kannske ætti ég bara að einbeita mér alfarið að poppinu. Hvað finnst ykkur? Ég fer í táknmálsfræði næsta haust. Sjáumst.
skrifað af Runa Vala
kl: 11:51
|
|
|